Skrifstofur

Skrifstofur félagsins eru staðsettar í verslunarhúsnæði KSH við Höfðatún 4 á Hólmavík. Á skrifstofu starfa kaupfélagsstjóri sem ber ábyrgð á öllum daglegum rekstri og fjármálum félagsins og tveir starfsmenn við bókhald, alls í 2,5 stöðugildum. Auk venjubundins bókhalds félagsins er á skrifstofu einnig haldið utan um fjármál og bókhald Fiskmarkaðar Hólmavíkur ehf. og Hornsteina fasteignafélags ehf.

Opnunartími skrifstofu er frá kl. 08:00 til kl. 16:00 alla virka daga, sími 455-3100, fax 455-3109.

Starfsmenn skrifstofu eru:
Viktoría Rán Ólafsdóttir, kaupfélagsstjóri, beinn sími: 455-3101, netfang: viktoria@This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Bryndís Sveinsdóttir, skrifstofustjóri, bókhald og tengiliður VÍS, beinn sími 455-3102, netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Birna Richardsdóttir, bókhald, beinn sími: 455-3100, netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kaupfélag Steingrímsfjarðar er umboðsaðili Vátryggingafélags Íslands hf. á Hólmavík. Samstarf félagsins við VÍS, áður Samvinnutrygginga, nær aftur til stofnunar Samvinnutrygginga fyrir 1950. Umboðsskrifstofan á Hólmavík heyrir undir Vesturlandsdeildar VÍS. Hefur einn starfsmaður Kaupfélagsins á skrifstofu séð alfarið um samskipti við VÍS og tryggingamál viðskiptavina þeirra.

Þegar flutningadeild Kaupfélags Steingrímsfjarðar var seld Vörumiðlun ehf. á Sauðárkróki, síðla árs 2009, gerðist félagið afgreiðsluaðili þess á Hólmavík. Starfsfólk á skrifstofu heldur utan um allan flutning Vörumiðlunar á svæðinu með skráningum og afgreiðslu. Fastar áætlunarferðir Vörumiðlunar til Reykjavíkur eru á mánudögum og miðvikudögum, brottför kl. 16:00, og frá Reykjavík á þriðjudögum og fimmtudögum, brottför kl. 17:00.

Kaupfélag Steingrímsfjarðar

Höfðatúni 4, 510 Hólmavík
Sími: 455-3100
Netfang:ksholm@ksholm.is
Kennitala: 680169-5949
VSK Númer: 010100

Kort